Statera bókhald ehf.
- bókhaldsdeildin þín
Láttu fagfólk sjá um bókhaldið á meðan þú sinnir rekstrinum
Alhliða bókhaldsþjónusta
Við veitum alhliða bókhaldsþjónustu fyrir fyrirtæki, einstaklinga í atvinnurekstri og félagasamtök.
Þjónustan felur í sér færslu bókhalds, afstemmingar, útgáfu reikninga, virðisaukaskattsuppgjör og undirbúning gagna fyrir reikningsskil.
Bókhald félags er mikilvægt stjórntæki sem aðstoðar stjórnendur við ákvarðanatöku rekstrarins. Því er nauðsynlegt að halda vel utan um það.
Launavinnsla
Við tökum að okkur launavinnslu fyrir fyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri.
Þjónustan felur í sér útreikning á launum, skil á skilagreinum tengdum skattgreiðslum og launatengdum gjöldum.
Það getur verið hagur í því að úthýsa launavinnslu þar sem laun eru trúnaðarmál og geta verið viðkvæm.
Reikningsskil
Við stillum upp ársuppgjörum og árshlutauppgjörum fyrir fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga í atvinnurekstri.
Við vinnum ársreikninginn upp úr bókhaldi félagsins og ef þess er þörf undirbúum við gögn fyrir endurskoðun. Þjónustan felur einnig í sér gerð rekstraryfirlita eftir óskum og þörfum viðskiptavina okkar.
Við leggjum áherslu á að fara yfir ársreikning félagsins með eigendum/ stjórnarmönnum.
Við tökum einnig að okkur skyldur skoðunarmanna ársreikninga fyrir félög, enda sé skattframtalið unnið af okkur.
Skattskil
Við sinnum skattskilum fyrir fyrirtæki, einstaklinga í atvinnurekstri og einstaklinga.
Þjónustan felur einnig í sér skilum á hlutafjármiðum, launa- og verktakamiðum.
Við tökum einnig að okkur að svara fyrirspurnum frá skattayfirvöldum og almennt öll samskipti við ríkisskattstjóra.
Önnur þjónusta
Við veitum ráðgjöf og aðstoð við stofnun og slit fyrirtækja og áætlanagerð.
Þjónustan felur meðal annars í sér val á rekstrarformi, gerð samþykkta og annarra stofngagna. Sjáum um tilkynningar til skattayfirvalda, félagaskrár og sýsluembætta. Skráum á grunnskrá virðisaukaskattsskrá og staðgreiðsluskrá. Aðstoðum við gerð rekstraráætlana og fjárhagsáætlana, berum saman áætlanir og rauntölur.
Um Statera bókhald ehf.
Statera bókhald hóf störf á árinu 2023 og er í eigu Guðrúnar Guðmundsdóttur. Guðrún er menntaður viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði og hefur áralanga reynslu af bókhaldi, uppgjörum og skattskilum.
Lögð er mikil áhersla á vönduð og fagmannleg vinnubrögð, byggja upp traust og samband við viðskiptavini og veita persónulega þjónustu. Hagsmunir viðskiptavina eru alltaf hafðir að leiðarljósi.
Viðskiptavinir Statera bókhalds ehf. eru lítil og meðalstór fyrirtæki, einyrkjar og einstaklingar.
Guðrún Guðmundsdóttir
Viðskiptafræðingur M.Acc


Styrkjum reksturinn þinn með góðum fjárhagsupplýsingum
Hafðu samband
Tölvupóstfang: gudrun(at)staterabokhald.is
Sími: 695-2910
